Sex hlutu heiðursviðurkenningar Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Sex hlutu heiðursviðurkenningar Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Kjöri íþróttamanns Akureyrar 2025 var lýst á Íþróttahátíð Akureyrar á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi 29. janúar 2025. 13 af 20 aðildarfélögum ÍBA tilnefndu alls 46 íþróttamenn úr sínum röðum, 20 íþróttakonur og 26 íþróttakarla. Úr þeim tilnefningum var svo kosið á milli tíu karla og tíu kvenna sem stjórn Afrekssjóðs hafði stillt upp. 

Sjá einnig: Baldvin og Sandra eru Íþróttafólk Akureyrar 2025

Heiðursviðurkenningar Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar voru afhendar sex öflugum einstaklingum fyrir vel unnin störf í þágu félags-, íþrótta- og æskulýðsmála á Akureyri. Þau sem hlutu heiðursviðurkenningu í ár voru Jórunn Eydís Jóhannesdóttir (Íþróttafélagið Þór), Magnús Sigurður Sigurólason (Knattspyrnufélag Akureyrar), Pétur Birgisson (KKA Akstursíþróttafélag), Rúnar Steingrímsson (Íþróttafélagið Þór), Stefán Jóhannsson (Knattspyrnufélag Akureyrar) og Tómas Leifsson (Skíðafélag Akureyrar). 

Aðildarfélög sem áttu Íslandsmeistara og landsliðsfólk á liðnu ári hlutu viðurkenningar á hátíðinni sem Fræðslu- og lýðheilsuráð veitti 13 aðildarfélögum ÍBA vegna 310 íslandsmeistara og 11 aðildarfélögum vegna 159 landsliðsmanna. 

Afrekssjóður Akureyrar veitti 14 ungum afreksefnum styrki en metfjöldi umsókna frá afreksefnum barst í sjóðinn þetta árið. 

COMMENTS