Siglingaklúbburinn Nökkvi fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á starfsdegi Siglingaklúbbsins laugardaginn 15. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ.
Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ afhenti Tryggva Jóhanni Heimissyni formanni félagsins viðurkenninguna í fallegu veðri á svölum nýlegrar aðstöðu félagsins á Akureyri.
„Skipulagið og undirbúningsvinnan sem fylgir því að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ styrkir félagsstarfsemina og gerir hana markvissari. Þá auðveldar handbókin nýjum sjálfboðaliðum og stjórnarfólki að átta sig á hlutverkum sínum og starfi“, sagði Tryggvi formaður Nökkva af þessu tilefni.
Á myndinni eru frá vinstri Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Ísabella Sól Tryggvadóttir yfirþjálfari Nökkva, Tryggvi Jóhann Heimisson, Viðar Sigurjónsson og Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA. Mynd: ÍSÍ


COMMENTS