Sinfonia Nord spilar strengi á plötunni History of Silence sem er sjöunda stúdíóplata stórhljómsveitarinnar Múm.
Upptökur áttu sér stað víða um heim á tveggja ára tímabili m.a. í Sudestudio á Ítalíu og einnig í Reykjavík, Berlín, Aþenu, Helsinki, New York og Prag. Strengjaupptökur fóru svo fram í Hofi á Akureyri og Ingi Garðar Erlendsson sá um strengjaútsetningar.
Platan er aðgengileg á LP vinyl, CD og hljóðsnælduútgáfan sem kom út í 100 eintökum er uppseld. Einnig er hægt að hlýða á gripinn á streymisveitum eins og Spotify.
Nánari umfjöllun má finna á vef Menningarfélags Akureyrar með því að smella hér.


COMMENTS