Skíðafélag Akureyrar (SKA) fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á haustfundi SKA sem haldinn var á Múlabergi á Akureyri fimmtudaginn 13. nóvember síðastliðinn. Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ, afhenti Fannari Gíslasyni formanni félagsins viðurkenninguna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ÍSÍ.
Þetta var fyrsta endurnýjun félagsins á viðurkenningunni en félagið hlaut fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2021.
„Það hefur verið Skíðafélaginu mikill heiður að starfa í samræmi við gildi viðurkenningarinnar og njóta ráðgjafar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í þeim málum sem upp hafa komið í starfinu, bæði innan sem utan vallar. Skíðafélag Akureyrar lítur á slíka vottun sem lykilþátt í því að viðhalda öflugu íþróttastarfi sem byggir á virðingu og samstöðu, félaginu og félagsmönnum til heilla og framfara“, sagði Halla Sif Guðmundsdóttir, varaformaður Skíðafélags Akureyrar af þessu tilefni.
Á myndinni eru frá vinstri, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Viðar Sigurjónsson, Fannar Gíslason, Halla Sif Guðmundsdóttir varaformaður SKA og Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar. Mynd: ÍSÍ


COMMENTS