Bæst hefur í slökkvibílaflotann hjá Slökkviliði Þingeyjarsveitar, en bíllinn er af gerðinni Volkswagen Amarok Style V6. Þetta segir í frétt á heimasíðu Þingeyjarsveitar. Hörður Sigurðarson, slökkviliðsstjóri segir í tilkynningu að bíllinn sé útbúinn Oneseven slökkvibúnaði, Lucas multi klippum og fyrstaviðbragðsbúnaði.
Með tilkomu bílsins fylgir aukið öryggi, en samskonar bíll sem hefur verið staðsettur á Laugum verður núna staðsettur í Mývatssveit. Þessir bílar eru hugsaðir sem fyrstaviðbragðsbílar í bæði slys og elda. Sjáið bílinn í myndbandinu hér fyrir neðan.


COMMENTS