Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir úr blakdeild KA og Þórir Hrafn Ellertsson úr knattspyrnudeild KA hlutu Böggubikarinn á 98 ára afmælisfögnuði KA í gær. Fjallað er um viðburðinn á vef KA.
Böggubikarinn er farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára sem þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi. Böggubikarinn er veittur í minningu Sigurbjargar Níelsdóttur, Böggu, sem fædd var þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011. Bróðir Böggu, Gunnar Níelsson, er verndari verðlaunanna en þau voru fyrst afhend árið 2015 á 87 ára afmæli KA.


COMMENTS