Fyrr í mánuðinum stóð Skíðafélag Akureyrar fyrir kjöri á íþróttakonu og íþróttamanni SKA. Sonja Lí Kristinsdóttir er íþróttakona SKA árið 2025 og Einar Árni Gíslason er íþróttamaður SKA 2025.
Sonja Lí keppir í alpagreinum og áorkaði miklu á árinu. Hún tók þátt í heimsmeistaramóti unglinga í Tarvisio Ítalíu, lenti í 9. sæti í svigi á FIS-móti í Vassfjellt í febrúar og varð Íslandsmeistari í svigi á skíðamóti Íslands. Hún æfir í Noregi með NTG í Geilo.
Einar Árni, sem keppir í skíðagöngu, átti einnig frábært ár en hann varð Bikarmeistari SKÍ í karlaflokki og lenti í öðru og þriðja sæti í einstaklingsgöngunum á Skíðamóti Íslands sem fór fram í Hlíðarfjalli. Þá tók hann þátt í heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem fram fór í Þrándheimi í Noregi og var valinn í B landslið í skíðagöngu. Einar æfir einnig í Noregi.
Þau voru ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna og það voru því feður þeirra, Kristinn Magnússon og Gísli Einar Árnason sem tóku við viðurkenningunum fyrir þeirra hönd.


COMMENTS