Stefanía og Baldvin eru íþróttafólk UFA 2025

Stefanía og Baldvin eru íþróttafólk UFA 2025

Stefanía Daney Guðmundsdóttir er íþróttakona UFA árið 2025 og Baldvin Þór Magnússon er íþróttakarl UFA árið 2025. Þau eru bæði tilnefnd til Íþróttafólks Akureyrar árið 2025.

Á vef UFA segir eftirfarandi um Stefaníu:

Stefanía Daney er afrekskona í langstökki og margfaldur norðurlandameistari í frjálsum og hefur komist á öll Evrópumeistaramót og Heimsmeistaramót í frjálsíþróttakeppnum fatlaðra síðustu 8 ár. Það er mikill heiður fyrir Íþróttalíf á Akureyri að eiga þessa stjörnu innan sinna raða sem keppir á Evrópu og Heimsmeistarmótum á hverju ári. Eina mótið sem Stefanía hefur ekki keppt á eru Paralympics sem stefnan er sett á 2028 í Los Angeles. Stefanía er einnig virk að innan starfs UFA að miðla til yngri iðkenda og hefur sínt að stóru sigrarnir felast í því að sigrast á sinni fötlun. UFA er mjög stolt að tilnefna jafn öfluga íþróttakonu til íþróttakonu Akureyrar

Á vef UFA segir eftirfarandi um Baldvin:

Baldvin byrjaði árið 2025 á því að setja Íslandsmet innahús í 1500m hlaupi í beinni útsendingu á Reykjavík International Games. Tími hans var 3;39,67 mín. Baldvin keppti einnig á Evrópumeistaramótinu innahúss og var fyrirlið íslenska landsliðsins sem sigraði 3 deild á evrópubikarnum sem haldin var í Maribor í Slóveníu. Baldvin er einn allra sterkasti millivegalengda- og langhlaupari sem Ísland hefur átt. Hann hefur náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum í hlaupum frá 1500 m og upp í 10 km hlaup. Hann á sem stendur sautján virk Íslandsmet, sex í yngri aldursflokkum og ellefu í flokki fullorðinna.

Helstu afrek Baldvins síðustu 12 mánuði:

  • Íslandsmet í 1500 innanhúss 3:39,67
  • Íslandsmet í 3000 innanhúss 7:39,94
  • Íslandsmet í 10 km götuhlaupi 28:37
  • Norðurlandameistarai í 3000 innanhúss
  • Íslandsmeistari í 1500 utanhúss
  • Sigur og brautarmet í 10 km í Reykjavíkurmaraþoni

Það er UFA mikill heiður að tilnefna Baldvin til Íþróttakarls Akureyrar.

COMMENTS