Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir að stefnt sé að því að hefja snjóframleiðslu þar á ný á gamlársdag. Þetta kemur fram á vef mbl.is.
Lokað hefur verið í fjallinu frá Þorláksmessu vegna hlýinda. Brynjar segir í samtali við mbl.is að hann muni ekki eftir slíkum hlýindum á þessu árstíma. Þá hafi vindurinn gert enn erfiðara fyrir
„Það er langt síðan við höfum séð svona mikið af snjó tekið upp á svo stuttum tíma. Það er mikið frost á leiðinni á miðvikudaginn og um leið og við náum að framleiða snjó í miklu frosti, þá erum við fljótir að ná inn einhverju aftur,“ segir Brynjar í samtali við mbl.is.


COMMENTS