Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, fagnar viljayfirlýsingu sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Landsnet og Rarik undirrituði í vikunni um eflingu raforkukerfis á svæðinu.
Sjá einnig: Undirrita samkomulag um uppbyggingu raforkuinnviða á Norðausturlandi
Í ályktun sem birtist á vef SSNE segir að undirritunin sé stór áfangasigur fyrir íbúa, atvinnulíf og samfélög á Norðurlandi eystra og mikilvægt skref í átt að jafnvægi, öryggi og tækifærum um allt land.
„Viljayfirlýsingin er áþreifanlegt viðbragð stjórnvalda gagnvart stefnumótun og sameiginlegri hagsmunagæslu landshlutans. Ljóst er að um milljarða fjárfestingu er að ræða, sem á eftir að skila miklum samfélagslegum og efnahagslegum ávinningi bæði til landshlutans og þjóðarbúsins í heild,“ segir í ályktuninni sem má lesa í heild á vef SSNE með því að smella hér.
Mynd með frétt: SSNE.is


COMMENTS