Stór skjálfti sem mældist suðaustur við Grímsey klukkan 23.30 í gær fannst á Akureyri en hann var um 3,9 að stærð. Minney Sigurðardóttir, náttúrusérfræðingur, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Sýnar en fjallað er um málið á Vísi.is.
Veðurstofunni hafa í kjölfarið borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, m.a. Akureyri, Húsavík og Þórshöfn.
Engir eftirskjálftar hafa fylgt þessum skjálfta. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að algengt sé að jarðskjálftar verði á þessum slóðum.


COMMENTS