Sushi Corner kveður eftir átta ára rekstur

Sushi Corner kveður eftir átta ára rekstur

Veitingastaðnum Sushi Corner á Akureyri hefur verið lokað. Greint er frá þessu á Facebook-síðu staðarins í dag þar sem er þakkað fyrir viðskiptin síðastliðin ár. Staðurinn opnaði þann 5. apríl 2017 við Kaupvangsstræti 1.

Í umfjöllun Veitingageirans.is um lokunina segir að staðurinn hafi notið mikilla vinsælda sem hluti af ört vaxandi veitingalífi Akureyrar og að staðurinn hafi verið fastur liður hjá þeim sem vildu grípa með sér hágæða sushi á ferðinni eða setjast niður í afslöppuðu umhverfi.

K6 veitingar héldu utan um rekstur Sushi Corner en fyrirtækið rekur einnig RUB23, Bautann og Pizza smiðjuna.

Nánar á Veitingageirinn.is

COMMENTS