Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur hafið samstarf við norðlenska nýsköpunarfyrirtækið LifeTrack. Sveindísi Jane þarf vart að kynna en hún er lykilleikmaður í íslenska landsliðinu í knattspyrnu og spilar með Wolfsburg í Þýskalandi.
LifeTrack kom nýlega á markað með heilsusmáforrit sem er sérsniðið að íslenskum markaði og hjálpar fólki m.a. að borða rétt magn af næringu, hvort sem markmiðið er að bæta sig í íþróttum, létta sig eða styrkjast.
LifeTrack smáforritið er á íslensku og nú þegar hafa yfir 5.000 manns sótt appið, þar af fjölmargar íþróttamanneskjur og heilu íþróttaliðin. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og ánægja á meðal notenda að geta nýtt íslenska nýsköpunarlausn til þess að ná markmiðum sínum.
„Það er mikilvægt fyrir mig að fylgjast náið með næringarinntöku minni til þess að hámarka árangur. Mér finnst þægilegt að nota LifeTrack appið af því það er fljótlegt og einfalt fyrir mig til þess að halda yfirsýn og sjá skýrt hvenær ég hef uppfyllt orkuþörfina mína“, segir Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona.
„Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá í samstarf eina bestu knattspyrnukonu sem Ísland hefur alið. Sveindís Jane veit að rétt magn af næringu helst í hendur við árangur á vellinum, svefngæði og endurheimt og LifeTrack aðstoðar hana við að halda þeirri yfirsýn Sveindís Jane er ekki aðeins framúrskarandi íþróttakona heldur fyrirmynd sem litið er upp til um allan heim“, segir Linda Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra og annar stofnenda LifeTrack.
LifeTrack smáforritið, sem unnið var í samstarfi við næringa- og íþróttafræðinga, er aðgengilegt í Apple Store og Google Play undir LifeTrack Iceland.


COMMENTS