Sykurverk verður á Glerártorgi fyrir jólin

Sykurverk verður á Glerártorgi fyrir jólin

Sykurverk Kaffihús verður með tímabundið smáköku- og kaffihús í Iðunni mathöll á Glerártorgi fyrir jólin.

„Það er nú gaman að segja frá því að vegna mikillar eftirspurnar á okkar girnilegu veitingum, höfum við ákveðið að opna smáköku & kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll á Glerártorgi fyrir jólin. Til að gera jólainnkaupin enn notalegri fyrir ykkur kæru viðskiptavinir, sama hvort þið verslið í miðbænum eða á Glerártorgi,“ segir í tilkynningu frá Sykurverk.

Frá og með 1. desember geta gestir á Glerártorgi kíkt við á Sykurverk. Sykurverk opnaði á Akureyri árið 2020 og er nú staðsett við Strandgötu 3.

COMMENTS