Tæpum 9 milljónum úthlutað úr Vísindasjóði SAk 2025

Tæpum 9 milljónum úthlutað úr Vísindasjóði SAk 2025

Vísindasjóður Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 8.812.696 krónum fyrir árið 2025.

Úthlutun styrkja úr Vísindasjóði SAk fer fram einu sinni á ári. Vísindasjóður styrkir eingöngu rannsóknarverkefni, en ekki gæðaverkefni eða fræðsluverkefni. Vísindaráð SAk hefur umsjón með matsferli styrkhæfra umsókna í umboði Vísindasjóðs. Greint er frá á vef SAk.

Að þessu sinni var úthlutað til fjögurra verkefna: 

  • Hannes Petersen 
    Prevalence of Obstructive Sleep Apnoea (OSA) among 4-9 Years old Children in the General Population
  • Laufey Hrólfsdóttir
    • Tengsl þyngdaraukningar á meðgöngu og heilsu barna seinna meir 
  • Alexander Kr. Smárason
    • Geðlyfjanotkun kvenna á meðgöngu, á upptökusvæði HSN á árunum 2020-2022 
  • Þórhalla Sigurðardóttir
    • Exploring transformative learning and authenticity in simulation-based learning for nursing students 

COMMENTS