Talsvert er um svifryk á Akureyri í dag og mun vera áfram næstu daga. Í tilkynningu á vef bæjarins segir að hætt sé við því að viðkvæmir einstaklingar og einstaklingar með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geti fundið fyrir einkennum vegna mengunar.
Unnið er að rykbindingu en verði loftmengun mikil ættu viðkvæmir einstaklingar að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra ef loftmengun er mikil.
Hægt er að fylgjast með stöðu mála á vef Umhverfis- og orkustofnunar.


COMMENTS