Telja Múminlundinn brjóta gegn höfundarréttarlögum

Telja Múminlundinn brjóta gegn höfundarréttarlögum

Finnska fyrirtækið Moomin Characters Oy Ltd, sem á höfundarrétt af Múmínálfunum, ætlar að lögsækja Skógræktarfélag Eyjafjarðar fyrir höfundarréttarbrot. DV greindi frá fyrr í dag. Ástæðan er nýr Múmínlundur, sem félagið setti upp í Kjarnaskógi með styrk frá Akureyrarbæ. Kaffið fjallaði um lundinn fyrr í mánuðinum.

Forstjóri Moomin Characters, Roleff Kråkström, segir að um „blygðunarlaust höfundarréttarbrot“ sé að ræða og að lögmenn fyrirtækisins undirbúi nú málsókn. Ekkert leyfi hafi verið veitt fyrir framtakinu.

Framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins kveðst koma af fjöllum. Hann segir leiktækin sem notuð voru vera CE-vottuð og seld víða á Norðurlöndunum. Hann taldi málið því ekki varða félagið og efast um að uppsetning þeirra sé ólögleg.

Í skriflegau svari við Vísi segir Roleff að ekki sé of seint að sækja um tilskilin leyfi fyrir Múminlundinum. Ennfremur segir hann að byggingin sjálf, múmínkastalinn, sé ekki höfundaréttarvarinn en hugmyndin, nafnið og markaðssetning lundsins sé gert án leyfis.

Verkefnið í Kjarnaskógi hófst fyrr í mánuðinum með byggingu blás Múmínturns en áætlað er að bæta við fleiri persónum úr Múmínheimum

COMMENTS