Þór/THK/Völsungur/Magni er Íslandsmeistari í 2.flokki karla í fótbolta. Liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Breiðablik/Augnablik/Smára í Boganum á Akureyri í gær.
Ásbjörn Líndal Arnarsson skoraði tvö mörk og Atli Þór Sindrason eitt í hörkuspennandi leik en Breiðablik átti einnig möguleika á Íslandsmeistaratitlinum fyrir leikinn.
Þetta er í fyrsta sinn sem Þórslið vinnur Íslandsmeistaratitil í þessum aldursflokki karlamegin. Nánar má lesa um sumarið hjá strákunum á vef Þórsara með því að smella hér.


COMMENTS