Til Kólumbíu til að rannsaka loftlagsbreytingar

Til Kólumbíu til að rannsaka loftlagsbreytingar

Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir, stúdent við Háskólann á Akureyri, tók þátt í alþjóðlega vettvangsnámskeiðinu „Tundra Meets the Páramo“ síðastliðinn júníNámskeiðið beinir sjónum að áhrifum loftslagsbreytinga á köld vistkerfi. Námskeiðið sameinaði nemendur og vísindamenn frá Íslandi og Kólumbíu til að rannsaka háfjallavistkerfi í Chingaza og Los Nevados þjóðgörðunum.

Fulltrúi háskólans var Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir, áhugasamur stúdent sem tók þátt í rannsóknum á plöntusamfélögum, jarðvegsferlum og beitarmynstrum í mismunandi hæðarbeltum ásamt nemendum frá öðrum norrænum og kólumbískum háskólum. Námskeiðið innihélt einnig menningarferðir um svæðið, sem er ríkt af kaffiuppskerum, og hagnýtar vísindalegar athuganir í samstarfi við staðbundna háskóla og rannsóknarstofnanir.

Verkefnið var styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins og skipulagt af Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Universidad del Rosario, Humboldt Institute og Universidad EIA.

„Þátttaka háskólans undirstrikar skuldbindingu hans við alþjóðlegt rannsóknasamstarf og menntun í sjálfbærni,“ segir í tilkynningu HA.