Tónlistarveislan í Vaglaskógi gengið vel fyrir sig

Tónlistarveislan í Vaglaskógi gengið vel fyrir sig

Stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo, Vor í Vaglaskógi, hófust klukkan 14 í dag. Búist er við að um sjö þúsund manns sæki tónleikana. Rútumiðar frá Akureyri seldust upp í dag auk þess sem mikil bílaumferð hefur verið að svæðinu í dag.

Í umfjöllun RÚV um hátíðina segir að löng bílalest hafi myndast frá Vaðlaheiðargöngunum að Vaglaskógi. Haft er eftir Jóni Valdi­mars­syni varðstjóra lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri á mbl.is að umferðin hafi gengið vel þó hún hafi gangið hægt fyrir sig.

Hann seg­ir eng­in lög­reglu­mál hafa komið upp hingað til. Einn ökumaður hafi verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og töluverðar kvartanir hafi borist vegna hraðaksturs.

Tónleikarnir hófust klukkan 14 í dag. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni og hápunkturinn verður svo klukkan níu í kvöld þegar Kaleo stíga á svið á nýjan leik en klukkan 15 spiluðu þeir órafmagnaða útgáfu af vel völdum lögum.

COMMENTS