TRÍÓ MÝR heldur ókeypis tóneika á laugardaginnFrá vinstri til hægri: Daniele, Steinunn og Jón. Ljósmynd: Gilfélagið

TRÍÓ MÝR heldur ókeypis tóneika á laugardaginn

Laugardaginn 31. maí næstkomandi kl. 16:00 heldur TRÍÓ MÝR tónleika í Deiglunni. Aðgangur á tónleikana verður ókeypis. Tríóið samanstendur af þeim Daniele Basini, Jón Þorsteini Reynissyni og Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur.

Tvö ný verk eftir Daniele fyrir gítar, harmoniku og selló verða frumflutt á tónleikunum, Einnig mun tríóið leika eigin útsetningar á þjóðlagatengdri tónlist héðan og þaðan.

COMMENTS