Undirrita samkomulag um uppbyggingu raforkuinnviða á Norðausturlandi

Undirrita samkomulag um uppbyggingu raforkuinnviða á Norðausturlandi

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og orkumálaráðherra, undirritaði samkomulag við Rarik og Landsnet á fundi í Þórshöfn í gær. Mbl greindi fyrst frá. Samkomulagið snýr að að stórfelldum uppbyggingum í raforkuinnviðum sem ætlað er að auka afhendingaröryggi raforku á Norðausturlandi. Í samkomulaginu felst að ríkið muni á næsta ári veita 2,2 miljarða til Rariks og Landsnets til ýmissa verkefna. Verkefnin sem Rarik og Landsnets skulbinda sig til þess að vinna samkvæmt samkomulaginu eru eftirfarandi:

  • Rarik mun leggja 33 kílóvatta jarðstreng milli Vopnafjarðar og Þórshafnar.
    • Hafist verður handa við að leggja strenginn strax á næsta ári og áætlað er að hann verði tekinn í notkun ekki seinna en árið 2028.
  • Landsnet mun byggja flutningslínu milli Kópaskers og Vopnafjarðar með viðkomu á Þórshöfn.
    • Þetta verkefni verður sett inn í kerfisáætlun fyrirtækisins og vonandi hrint í framkvæmd innan áratugs.
  • Landsnet mun hraða uppbyggingu nýs tengivirkis á Bakka og auka þannig afhendingargetu inn á Húsavík.
    • Þetta verkefni er viðbragð við rekstrarstöðvun PCC Bakka. Með nýju tengivirki á að liðka fyrir tvítengingu Húsavíkur í gegnum Bakka og aua þannig afhendingargetu og afhendingaröryggi á Húsavík, auk þess að greiða leið fyrir nýja stórnotendur á Bakka

COMMENTS