Uppbygging í Móahverfi heldur áfram af fullum krafti

Uppbygging í Móahverfi heldur áfram af fullum krafti

Móahverfi á Akureyri er jafnt og þétt að taka á sig skýrari mynd og í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar segir að uppbygging hverfisins haldi áfram af miklum krafti.

Á vef Akureyrar segir að framkvæmdir séu hafnar á sífellt fleiri lóðum og að mikill áhugi hafi verið á nýjum byggingarlóðum. Þá eru framkvæmdir við göngu- og hjólabrú yfir Borgarbraut einnig hafnar. Brúin mun tengja Móahverfi við Síðuhverfi og skapa örugga leið fyrir börn og aðra vegfarendur til og frá Síðuskóla.

Móahverfi er nýtt íbúðahverfi í norðvesturhluta Akureyrar þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði allt að 1.100 íbúðir á næstu árum.

Á vef bæjarins er hægt að fylgjast með uppbygingu hverfisins í myndum. Smelltu hér.

Mynd með frétt: Akureyri.is

COMMENTS