Vegagerðin hefur ekki hætt við kröfu sína um að hjartalaga rauðu umferðarljósin á Akureyri verði fjarlægð. Bæjaryfirvöld á Akureyri eru alfarið á móti þessu og hafa nýverið bætt við einu nýju hjartalaga ljósi. RÚV greindi frá.
Í júní sendi Vegagerðin bréf til bæjaryfirvalda þar sem farið var fram á að ljósin, sem hafa prýtt bæinn síðan 2008, yrði breytt aftur í hefðbundin hringlótt ljóst.
Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, segir bæjaryfirvöld alfarið á móti því að breyta ljósunum. Hann undrast þessa kröfu þá sérstaklega þar sem ljósin hafi fengið að vera í sautján ár án athugasemda. Hann bætir við að ljósin séu ekki aðeins til ánægju fyrir vegfarendur heldur séu þau orðin eitt af einkennum bæjarins.
Deildarstjóri tæknideildar harmar að bærinn hafi sett upp nýtt ljós án samráðs við Vegagerðina og ítrekar að fara eigi eftir lögum og reglum. Stofnunin vísar til aukinnar umferðar og ferðaþjónustu sem ástæðu fyrir kröfunni.
Bæjaryfirvöld telja enga hættu stafa af ljósunum en eru ávallt reiðubúin til samtals um umferðaröryggi. Ekki hefur verið boðað til fundar milli aðila enn sem komið er.


COMMENTS