Fimmtudaginn 12. júní stóð upplýsingatæknifyrirtækið Wise fyrir opnunarteiti á Akureyri í tilefni af flutningi í nýjar skrifstofur að Hafnarstræti 91, í hinu sögufræga KEA húsi.
Viðburðurinn markaði jafnframt tímamót í starfsemi Wise á Norðurlandi eftir sameiningu fyrirtækjanna Wise og Þekkingar. Boðið var upp á stutta kynningu í Drift þar sem farið var yfir sameiningarferlið, lausnaframboð Wise og þau tækifæri sem felast í þjónustu fyrirtækisins fyrir fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.
Að kynningu lokinni var gestum boðið í nýjar skrifstofur Wise, að Hafnarstræti 91 þar sem boðið var upp á léttar veitingar og drykki.
„Gestir komu víða að og skapaðist góð stemming þar sem bæði ný og kunnugleg andlit hittust, rifjuðu upp samstarf og ræddu framtíðartækifæri. Wise þakkar öllum sem mættu og hlakkar til áframhaldandi uppbyggingar og samstarfs á Akureyri,“ segir í tilkynningu.


COMMENTS