Hátt í 2000 manns lögðu leið sína í Hof á Akureyri í gær þegar handverks- og hönnunarmarkaðurinn Jólailmur var haldinn í Hofi.
„Það var margt um manninn og glatt á hjalla. Jólaandinn hitti marga þennan dag, enda húsið baðað jólailmi, skreytingum, aðlaðandi vörum og girnilegu góðgæti og bærinn í heild ævintýralega fallega hrímaður í frostinu,“ segir í tilkynningu á vef Menningarfélags Akureyrar.
Kista – hönnunarverslun í Hofi stendur að baki Jólailmnum í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar.


COMMENTS