Vélfag höfðar mál gegn íslenska ríkinuLjósmynd: Vélfag

Vélfag höfðar mál gegn íslenska ríkinu

Vélfag ehf hefur gefið frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu. Fyrirtækið sendir tilkynninguna frá sér vegna viðskiptaþvingana sem utanríkisráðherra hyggst leggja á félagið. Vélfag hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu fyrir innlendum dómstólum og hyggst gera slíkt hið sama fyrir evrópskum dómstólum.

Tilkynning Vélfags

Vélfag stendur frammi fyrir gjaldþroti þrátt fyrir strategískt mikilvægi fyrir íslenskan sjávarútveg.

Reykjavík, september 2025 – Síðasta fimmtudag var höfðað fyrsta málið gegn íslenska ríkinu í svokölluðu „Vélfagsmáli“ í Reykjavík. Gera má ráð fyrir frekari málshöfðunum bæði á Íslandi og í Lúxemborg (EFTA og EES).

Á föstudaginn gaf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra, út nýja ákvörðun þar sem segir að Vélfag verði sent í gjaldþrot innan fjögurra vikna nema félagið leggi fram „afgerandi gögn eða upplýsingar“. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki tilgreint hvaða gagna sé krafist. Á sama tíma var undanþáguramminn þrengdur enn frekar sem setur frekari hindranir á rekstur félagsins.

Þessi ákvörðun stendur í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingu ráðherrans um að Vélfag sé „strategískt mikilvægt fyrir íslenskan sjávarútveg.“

Í dag eru 84% af íslenskum frystitogurum búnir vélum frá Vélfagi, og tækni félagsins er einnig í notkun í sumum af öflugustu landvinnslum Íslands. Afleiðingar nauðungarlokunar væru alvarlegar fyrir greinina í heild, þar sem yfir 20 störf á Akureyri væru í húfi og grundvallarstarfsemi íslensks sjávarútvegs væri raskað.

Fulltrúar greinarinnar óttast að þessar aðgerðir séu ekki afleiðingar einfaldrar stjórnsýslulegrar vanrækslu heldur virðist hér vera um að ræða markvísa – og ólögmæta – tilraun til að brjóta niður að öllu leyti heilbrigt íslenskt fyrirtæki. Slíkar aðgerðir gætu leitt til umfangsmikilla málaferla vegna skaðabóta gegn íslenska ríkinu, sem að lokum myndi lenda á skattgreiðendum.

Árétta ber að hvorki Vitaly Orlov, Nikita Orlov né núverandi meirihluta eigandi hafa nokkru sinni verið á viðurlagalista. Einnig er engin tenging milli núverandi hluthafa og Norebo. Löggjöf Evrópusambandsins um viðurlög er skýr í þessu samhengi: Íslandi hefur hvorki verið falið né hefur rétt til að setja Vélfag eða hluthafa þess á lista. Ljóst er að evrópskur dómstóll muni taka skýra ákvörðun í þessu máli.

Aðgerðirnar sem nú eru reknar eru óhóflegar, byggðar á veikum lagagrundvelli og vekja alvarlegar spurningar: Fyrir hvern starfa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Arion banki með því að ryðja brautina fyrir gjaldþrot Vélfags?

COMMENTS