Vídeódanshátíðin Boreal 2025 hefst 24. október – 25 myndbönd valinMyndir: Vídeódanshátíðin Boreal.

Vídeódanshátíðin Boreal 2025 hefst 24. október – 25 myndbönd valin

Vídeódanshátíðin Boreal fer fram á Akureyri í sjötta sinn 24. október til 9. nóvember næstkomandi. Sýningarstaðir eru Listasafnið á Akureyri, Mjólkurbúðin og Deiglan.

Boreal hefur verið haldin árlega síðan 2020 í Listagilinu á Akureyri. Hátíðin miðar að eflingu danslista, alþjóðasamstarfs og margmiðlunar á Norðurlandi með nýstárlegri nálgun á sýningar myndbandsverka frá öllum heimshornum. Þetta segir í Facebook viðburði hátíðarinnar.

25 myndbönd hafa verið valin til þátttöku þetta árið. Myndböndin voru tilkynnt á Facebook síðu hátíðarinnar í fyrradag og eru eftirfarandi:

Í nefndinni sem völdu myndböndin sátu: Arna Sif Þorgeirsdóttir, Elvar Örn Egilsson, Fríða Karlsdóttir, Henrik Koppen, Jón Haukur Unnarsson og Yuliana Palacios.

Samstarfs- og styrktaraðilar Boreal Screendance Festival 2025 eru: Akureyrarbær, KEA, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, Gilfélagið & Listasafnið á Akureyri.

Nánari dagskrá verður tilkynnt á næstunni.

COMMENTS