Viltu vera með götusölu á Akureyrarvöku?

Viltu vera með götusölu á Akureyrarvöku?

Akureyrarvaka verður haldin hátíðleg 29.-30. ágúst 2025. Áhersla verður lögð á flóamarkaðsstemningu í miðbænum fyrir félagasamtök, góðgerðarfélög og einstaklinga. Þau sem vilja vera með götusölu er bent á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is.

Fyrirtæki og félagasamtök á Akureyri hafa alla jafnan forgang að aðstöðu vegna sölu veitinga og varnings. Umsækjendur skulu hafa öll tilskilin leyfi ef starfsemi þeirra er leyfisskyld. Umsóknir sendist fyrir 15. ágúst.

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, haldin síðustu helgina í ágúst sem næst afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Hátíðin er full af fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman.

COMMENTS