NTC

Birkir Bjarna söng Rangur maður fyrir nýju liðsfélagana – myndband

Birkir Bjarnason. Mynd af heimasíðu Aston Villa.

Eins og greint var frá á dögunum færði íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Birkir Bjarnason, sig um set og gekk til liðs við enska B-deildarliðið Aston Villa frá svissneska stórveldinu Basel.

Sjá einnig: Birkir Bjarna keyptur til Aston Villa á 250 milljónir

Nýliðavígslur eru þekkt fyrirbæri hjá íþróttaliðum. Vinsælt er að láta nýja liðsmenn syngja fyrir hópinn og þekkist það meðal annars hjá íslenska landsliðinu í fótbolta.

Aston Villa notast greinilega við sömu aðferð og hér að neðan má sjá myndband af Birki syngja lagið Rangur maður sem Sólstrandargæjarnir gerðu ódauðlegt á sínum tíma.

Sjá einnig

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Sambíó

UMMÆLI