Danero Thomas farinn frá Þór

Danero Thomas

Danero Thomas

Danero Thomas hefur yfirgefið körfuboltalið Þórs en þetta staðfestir Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, við heimasíðu félagsins í dag.

Eins og Kaffið greindi frá á dögunum óskaði Danero eftir því að fá að yfirgefa liðið og hefur honum nú orðið að ósk sinni.

Danero er bandarískur bakvörður með íslenskan ríkisborgarrétt og hefur leikið hér á landi frá árinu 2013 en hann gekk í raðir Þórs fyrir síðasta tímabil og hefur verið í stóru hlutverki með liðinu í Dominos-deildinni. Hann er með 16,6 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik með Þór í vetur.

Þórsarar eru á leiðinni í Borgarnes þar sem þeir munu mæta Skallagrími í Dominos-deildinni í kvöld.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó