Segir Aron vera besta leikmann Cardiff

17-gunnarsson265-3215017_231x264

Þorparinn öflugi er besti leikmaður Cardiff. Mynd: Heimasíða Cardiff

Chris Wathan segir Aron Einar Gunnarsson vera besta leikmann enska B-deildarliðsins Cardiff City í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-977.

Chris þessi er blaðamaður hjá Wales Online og fylgist því vel með framgangi Arons og Cardiff liðsins sem er um þessar mundir í fallsæti, einu stigi frá öruggi sæti.

„Þó Aron sé ekki með fyrirliðabandið þá er hann eiginlegur fyrirliði liðsins að mínu mati. Hann er kraftmikill og fólk tekur ekki eftir því hversu góðan leikskilning hann hefur. Hann er með góðar sendingar og hefur mikinn vilja. Hann hefur verið besti leikmaður Cardiff á tímabilinu,“ segir Chris.

Aron er 27 ára gamall en eftir að hafa alist upp í Skarðshlíðinni í hjarta Þorpsins hélt hann ungur að árum í atvinnumennsku, fyrst til Hollands og síðar til Englands. Hann varð einn umtalaðasti knattspyrnumaður Evrópu eftir vasklega framgöngu með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi í sumar. Chris segir Aron hafa fylgt frábæru EM vel eftir.

„Fyrstu tímabilin hjá Cardiff var hann mjög góður og fastamaður í liðinu. Hann fékk alltaf 7 af 10 í einkunn en var ekki stórkostlegur. Hann vann vinnu sem menn sáu ekki. Á þessu tímabili hefur Aron haldið áfram þar sem fram var horfið eftir EM.  Neil Warnock (stjóri Cardiff) elskar Aron og hugarfarið hans. Hann hefur sagt við Gunnarsson að hann sé einn af hans aðalmönnum,“ segir Chris.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

 

 

UMMÆLI

Sambíó