Snapchat stjörnurnar frá Akureyri – Enski boltinn

Snapchat er eitt mest notaða snjallsímaforrit á Íslandi í dag. Upprunalega var Snapchat einungis til þess að senda myndir til vina sinna sem hurfu eftir 10 sekúndur. Forritið hefur hinsvegar þróast töluvert síðan það kom fyrst út árið 2011. Nú er einnig hægt að fylgjast með lífi fólks í gegnum svokallaðar sögur sem það býr til. Þetta hefur vakið svakalegar vinsældir á Íslandi og hafa margir einstaklingar öðlast frægð í gegnum sögur sínar. Margir af frægustu „Snöppurum“ landsins koma frá Akureyri og Kaffið.is ákvað að heyra í þeim vinsælustu og kynnast þeim aðeins betur. Á næstu dögum munum við birta stutt viðtöl við þekktustu Akureyringana á Snapchat.

Sjá einnig: Binni Glee

Viðar Skjóldal – enskiboltinn

Enski

Hvað ertu með marga followers á snapchat?

Heyrðu svona gróflega áætlað þá eru þeir á milli 5 og 6 þúsund og stækkar alla daga. Bara hrikalega skemmtilegt. Ég byrjaði bara rétt fyrir síðustu jól og því er ég gríðarlega ánægður með hversu hratt þetta hefur stækkað. Það var aldrei ætlunin að gera þetta eitthvað vinsælt, var bara djók í upphafi fyrir vini mína.

Hvað eyðir þú miklum tíma á dag í snapchat?

Maður er á vaktinni allann daginn. Byrja um hádegi og er að snappa nánast frá 12 til 16 alla daga og svo eftir það set ég inn eftir þörfum.

Er snapchat að skila þér tekjum?

Ég hef ekki enn viljað auglýsa fyrirtæki fyrir peninga en mér hefur boðist það. Ég vill stækka meira fyrst en hins vegar hef ég fengið ýmislegt og er til dæmis í samstarfi við síðu á netinu sem heitir lfcticket.is. Hún selur miða á leiki í enska boltanum og hótel. Ég er að fara núna í október með 30 manna hóp á leik Liverpool og Man Utd og ég borga ekkert fyrir það en hinsvegar mikil vinna sem eg hef unnið til að pússla þeirri ferð saman og vonandi eru fleiri ferðir væntanlegar með Enska á snapchat á leiki til Englands.

Færðu öðruvísi meðferð frá fólki útaf snappinu?

Nei alls ekki. Ég er bara venjulegur maður eins og allir aðrir en maður lendir einstaka sinnum í því að fólk þekki mann og vill spjalla eða taka mynd með manni sem er bara gaman.

Hvað setur þú á Snapchat?

Snappið heitir enskiboltinn og ég fjalla um enska fótboltann og stundum annan fótbolta og ég set inn fréttir og mínar vangaveltur um enska boltann. Bara endilega þið sem eruð að lesa addið enskiboltinn á snapchat og veriði með mér í fjörinu, þetta er allt á léttu og skemmtilegu nótunum.

Viðar hefur slegið í gegn sem Enski boltinn á Snapchat

VG

UMMÆLI