Vill góða hluti fyrir samfélagið í heild

jonas,,Mín útópía er sú að við getum öll lifað í sanngjörnum heimi þar sem hlúð er að þeim sem minna mega sín og allir hafi jafnan aðgang að grunnstoðum samfélagsins eins og skólum, íþróttum, geð- og heilbrigðis úrræðum”, segir Jónas Björgvin Sigurbergsson 22. ára Akureyringur sem skipar 5. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Jónas stundar nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri  ásamt því að spila fótbolta með Þór.

Vill halda sér frá klisjum

Jónas situr í íþróttaráði Akureyrarbæjar fyrir Bjarta Framtíð og tók nýverið sæti sem varamaður í Vetraríþróttamiðstöð Íslands. ,,Ég hafði engan áhuga á stjórnmálum fyrr en ég fór að kynna mér þau aðeins og taka þátt í líflegum umræðum í skólanum í kringum síðustu alþingiskosningar, þá kviknaði áhuginn. Ég vill halda mér frá öllum klisjum í kringum kosningaloforð en þau málefni sem brenna á mér eru hins vegar íþrótta- og tómstundariðkun barna og unglinga, forvarnir og námsmenn.”

700w

Brynhildur fyrirmyndin

Brynhildur Pétursdóttur fráfarandi þingmaður Bjartrar Framtíðar hefur haft mikil áhrif á Jónas. ,, Hún er mín fyrirmynd í stjórnmálum og því þykir mér miður að hún sé að kveðja núna, ég vona hinsvegar að það verði bara tímabundið.” Jónas segir að hann hafi alltaf átt erfitt með að staðsetja sig á pólitíska litrófinu áður en að Björt Framtíð heillaði hann. ,,Ég vill að góðir hlutir gerist fyrir samfélagið í heild sinni en ekki bara sérhagsmunahópa. Við búum við misjafnar aðstæður ég vill að öllum líði vel óháð þeirri stöðu sem það er í.“

Lofum ekki upp í ermina á okkur

Hann segir Bjarta Framtíð ólíka hinum flokkunum. ,,Við erum ekki að lofa einhverju upp í ermina á okkur.” Hann bætir svo við að hann hafi heillast af skynseminni, hreinskilninni og réttlætiskenndinni sem einkennir flokkinn. ,,Þau hafa verið samkvæm sjálfum sér og staðið í stóru flokkunum. Það sýndi sig nýverið þegar allir flokkarnir samþykktu búvörusamningana nema Björt Framtíð sem kaus gegn þeim.”

Jákvæð viðbrögð

Jónas stefnir á að halda áfram í fótbolta og ná sér í menntun í sálfræði. ,,Svo stefni ég á áframhaldandi nám erlendis í íþróttasálfræði eða klínískri sálfræði. Svo munu stjórnmálin alltaf fylgja mér hvort sem ég mun búa hér eða erlendis.” Hann segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við framboðinu og að vinir hans styðji við hann þó það sé breytilegt hveru mikinn áhuga þau hafi á stjórnmálum

,,Ég vonast til þess að allir geti gefið sér nokkrar mínútur í það að skoða hvar þau vilji sjá landið núna á næstu árum. Valdið er í okkar höndum, nýtum kosningaréttinn okkar og kjósum rétt!” ,segir Jónas að lokum.

 

Sjá einnig:

Melkorka Ýrr Yrsudóttir

Bjartur Aðalbjörnsson

Sambíó

UMMÆLI