1. maí á Eyjafjarðarsvæðinu haldinn heima í stofuÁrlega er haldin kröfuganga í tilefni baráttudags verkalýðsins. Í ár verður hún heima í stofu. Mynd: Eining-iðja.

1. maí á Eyjafjarðarsvæðinu haldinn heima í stofu

Vegna samkomubannsins hafa stéttarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu ákveðið að standa saman að útsendingu á N4 þann 1. mai, sem er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í stað kröfugöngu og hefðbundinna hátíðarhalda, má því segja að haldið verði upp á baráttudaginn „heima í stofu.“

Rætt er við fulltrúa státtarfélaganna í útsendingunni um starfsemina og baráttumál en auk þess mun norðlenskt tónlistarfólk stíga á stokk.
Þátturinn verður frumsýndur á N4 klukkan 13:00, þann 1. mai.

UMMÆLI

Sambíó