100-150 nýjar íbúðir á Akureyrarvelli

Akureyrarvöllur.

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 var kynnt á sérstökum skipulagsfundi í Hofi í gær, þriðjudaginn 28. mars.
Farið var yfir hina ýmsu þætti sem skipulagið kemur inn á og fólk beðið að hafa í huga að skipulagið er á frumstigi. Skipulagið er sett fram 12 ár í senn, þó er það verk nýrrar bæjarstjórnar hverju sinni að endurskoða aðalskipulag og gera á því breytingar í síðasta lagi ári eftir kosningar, sem þýðir að það er mögulegt að fá skipulaginu breytt.

100-150 nýjar íbúðir
Aðalskipulagið virðist í grófum dráttum einblína frekar á þéttingu byggðar á eldri svæðum Akureyrar á Brekkunni, Miðbænum og í Þorpinu, fremur en á nýjum byggingarsvæðum eins og Naustahverfi.
Á meðal fjölmargra skipulagssvæða er Akureyrarvöllur, en þar hefur lengi átt að gera einhverjar breytingar. Nú stendur til að byggja þar 100-150 nýjar íbúðir í bland við verslun- og þjónustu. Þó er ekki enn þá búið að gera sérstakt deiliskipulag fyrir það svæði. Samkvæmt miðbæjarskipulagi stendur þó til að minnka Glerárgötuna úr fjórum akreinum niður í tvær, sem ætti að stækka svæðið töluvert.

Hægt er að kynna sér skipulagið nánar hér.

Þeir sem hafa eitthvað út á umrætt svæði að setja eða skipulagningu þess eru hvattir til að hafa samband við skipulagsnefnd með skriflegum og vel rökstuddum athugasemdum. Hægt er að senda athugasemdir á skipulagssvid@akureyri.is.

UMMÆLI

Sambíó