Prenthaus

11 ára Dagur Guðnason eini Akureyringurinn í Syrpurappi – Myndband

Dagur Guðnason er ungur og hæfileikaríkur rappari á Akureyri. Mynd: skjáskot úr myndbandi Dags.

Dagur Guðnason er 11 ára Akureyringur sem er einn af tíu keppendum í Syrpurappi á vegum Eddu bókaútgáfu. Keppnin snýst um að frumsemja rapptexta og lag og flytja rappið í myndbandi. Síðan er kosið sigurvegara út frá besta texta og flutning. Dagur er eini Akureyringur sem komst í úrslit í keppninni en nú stendur valið um besta syrpurapparann milli tíu keppenda. Úrslitin verða tilkynnt þann 6. janúar og gildir netkosning 50% á móti mati dómnefndar.

Myndbandið hans Dags má sjá í spilaranum hér að neðan en fyrir þá sem vilja kjósa í Syrpurappi er hægt að gera það á heimasíðu keppninnar hér. 

 

Sambíó

UMMÆLI