Múlaberg

11 starfsmenn og 2 bekkir í Glerárskóla í sóttkví

11 starfsmenn og 2 bekkir í Glerárskóla í sóttkví

Tveir nemendur í Glerárskóla greindust í dag með Covid 19. Nemendurnir eru í 5. og 6. bekk skólans og hafa því báðir bekkirnir verið sendir í sóttkví þar til í næstu viku. Ásamt nemendunum voru 11 starfsmenn skólans sendir í sóttkví og heftir þetta því talsvert eðlilegt skólastarf á morgun, föstudag, í það minnsta. Ekki var talin ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu.

Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi eystra hafa minnst 14 ný smit greinst í dag á svæðinu og tengjast þau flest skólum á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI