113% verðmunur á croissant á Akureyri

Axelsbakarí

Axelsbakarí

Hörður Óskarsson birti á Facebook síðu sinni ansi sláandi myndir sem sýna verðmun á bakkelsi á Akureyri.

Hörður keypti sér croissant, annarsvegar í Bakaríinu við Brúna og hinsvegar í Axelsbakarí. Croissant sem keypt var í Axelsbakarí kostaði 183 krónur á meðan croissant frá Bakaríinu við Brúna kostaði 390 kr.

Munurinn er gríðarlegur eða 113% og af ummælum, undir myndirnar hjá Herði, að dæma virðist fólk vera slegið yfir þessum mikla mun. Samanburðarmyndir Harðar má sjá hér að neðan.


UMMÆLI

Sambíó