14,3 milljarða hagnaður hjá Samherja

Togararnir Vilhelm og Kristina. Mynd: samherji.is

Hagnaður Samherja hf. af rekstri dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum, nam 14,3 milljörðum króna árið 2016. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þetta ríka ástæðu til þess að gleðjast yfir afrakstrinum

„Það má segja að á síðasta ári hafi nýj­ar fjár­fest­ing­ar byrjað að skila sér. Mikl­ar end­ur­bæt­ur á land­vinnslu ÚA á ár­inu 2015 tók­ust vel og sex ný skip voru í smíðum á veg­um fé­lags­ins á ár­inu 2016. Þetta eru fjár­fest­ing­ar sem munu leggja grunn að bættri af­komu og sveigj­an­leika í rekstri á kom­andi árum,“ er haft eftir Þorsteini Má í tilkynningu frá félaginu.

Tekj­ur Sam­herja, sem er sam­stæða fé­laga sem flest starfa á sviði sjáv­ar­út­vegs hér­lend­is sem er­lend­is, námu þá um 85 millj­örðum króna og var hagnaður fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði um 17 millj­arðar króna. Í tilkynningunni segir að ársreikning félagsins megi nálgast hjá ársreikningaskrá á næstu dögum, en reikningurinn er gerður í evrum. Þá kemur fram að félagið og starfsmenn þess hafi greitt 6,8 milljarða til hins opinbera. Tekju­skatt­ur og veiðigjöld námu sam­tals 3,1 millj­arði og starfs­menn greiddu 2,4 millj­arða í staðgreiðslu af laun­um.

UMMÆLI