30% barna kunna ekki að hringja í 112Mynd: Háskólinn á Akureyri / Auðunn Níelsson.

30% barna kunna ekki að hringja í 112

Nýlega unnu nemendur í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri að könnun og fræðslu um Neyðarlínuna á leikskólum. Niðurstöður könnunar leiddu í ljós að 30% barna á aldrinum 3 til 12 ára kunna ekki að hringja í Neyðarlínuna 112.

51% kann ekki að hringja úr læstum farsíma

Þá kom einnig í ljós að 61% for­eldra eru ekki með heimasíma og að 51% barna kynnu ekki að hringja í 112 úr læst­um farsíma.  Önnur atriði sem vöktu at­hygli voru að um fjórðung­ur barna hafði ekki fengið neina fræðslu um 112 og 34% for­eldra höfðu ekki farið yfir hlut­verk Neyðarlínu 112 með börn­um sín­um.

,,Börn hafa bjargað mannslífum, það hefur sýnt sig áður“

Könn­un­in var hluti af verk­efni í nám­inu og fór fram á net­inu. „Þetta var dreifi­könn­un á net­inu og við feng­um 880 svör. Hún var ekki há­vís­inda­leg en hún gef­ur vís­bend­ing­ar,“ seg­ir Olga Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir lög­reglu­fræðinemi í sam­tali við mbl.is. Upp­haf­lega átti verk­efnið að vera könn­un og fræðsla um Neyðarlínu 112 á leik­skóla en nem­un­um þótti það ekki nóg. Þeir ákváðu því að búa til dreifi­rit og reyna koma boðskapn­um sem víðast

Dreifiritið sem nemendur í lögreglufræði bjuggu til.

„Okk­ur fannst við þurfa fara með boðskap­inn lengra og vekja at­hygli á þess­um niður­stöðum því þetta eru ekki góðar töl­ur. Að börn séu svona illa upp­lýst get­ur verið hættu­legt. Það er ekki al­gengt að börn séu ein á vett­vangi en það kem­ur fyr­ir og börn hafa bjargað manns­líf­um, það hef­ur sýnt sig áður,“ segir Olga við mbl.is.


UMMÆLI

Sambíó