400 manna danssýning haldin um helgina

Mynd: Agnes photography.

Steps Dancecenter heldur eina stærstu danssýningu Norðurlands í Hofi á laugardaginn. Um 400 dansarar á öllum aldri taka þátt í sýningunni, allt frá 3 ára upp í 50 ára. Dansþemað þetta árið er söngleikir og verður sýningin því full af lögum sem fólk kannast við úr þekktum söngleikjum á borð við Grease, Sound of Music, Thriller, Chicago, Mamma mia, Fame, We will Rock You, Footloose, Dirty Dancing, Hairspray, Annie, Flashdance og Singin´ in the Rain.

Stífar æfingar standa nú yfir og má gera ráð fyrir því að sýningarnar verði magnaðar, en alls verða þær fjórar. Viðburðurinn er opinn öllum og hægt er að nálgast miða inn á www.mak.is.

UMMÆLI

Sambíó