565 ökumenn stöðvaðir í átaki lögreglunnar gegn ölvunarakstri


Eins og Kaffið greindi frá lagði lögreglan á Norðurlandi eystra í sérstakt umferðarátak 7.-17. desember þar sem fylgst var sérstaklega með ölvunarakstri og akstri undir áhrifum fíkniefna. Á dögunum voru 565 ökumenn stöðvaðir og ástand þeirra kannað þá voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir meintan ölvunarakstur og tveir ökumenn stöðvaðir fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglumenn við þessi eftirlitsstörf höfðu orð á því að töluvert var um að ökumenn væru ekki með ökuskírteini meðferðis en það er skylda hvers ökumanns samkvæmt 48.grein umferðarlaga. Þá kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni að mikil ánægja og skilningur var meðal ökumanna almennt með þetta átak og þeir færa bestu þakkir til ökumanna fyrir góð samskipti.

,,Það er allra hagur að ökumenn séu allsgáðir við aksturinn því afleiðingar ölvunaraksturs eða aksturs undir áhrifum fíkniefna getur verið skelfilegur.
Þrátt fyrir að þetta átak hafi verið gert núna rétt fyrir hátíðirnar eiga gömlu góðu skilaboðin „eftir einn ei aki neinn“ við allt árið um kring,“ segir jafnframt í tilkynningu frá lögreglunni. 

UMMÆLI

Sambíó