70% dýrara að umfelga dekk á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu

umfelgun-hja-vip-dekk-hjolbar-averkstae-i-fyrir-folksbila-a-a-eins-3-900-kr
Nú keppast allir landsmenn við að skipta yfir í vetrardekk á bílunum sínum fyrst að snjórinn hefur loksins látið sjá sig. Í ljósi þess er vert að skoða hvað þessi nauðsyn er eiginlega að kosta.

Í nýjasta tölublaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda kemur fram verðkönnun sem gerð var af hálfu félagsins. Þriðjudaginn 18.október 2016 hringdi félagið í dekkjaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og spurðist fyrir um hvað umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16″ tommu álfelgum myndi kosta.

Þetta er talin algengasta felgutegundin hjá íslenskum bifreiðaeigendum en u.þ.b. 2/3 fólksbíla eru með slík dekk.

Könnunin er heldur betur sláandi en munurinn á lægsta og hæsta verði eru 69%. Lægsta verðið á umfelgun var á hjólbarðaverkstæðinu Dekkverk í Kópavogi á 5.900 kr. meðan að hæsta verð var í Dekkjahöllinni (Reykjavík, Egilstöðum og Akureyri) á 9.978 kr.

Skjáskot úr blaði FÍB.

Brot af listanum. Skjáskot úr blaði FÍB.

Öll hjólbarðaverkstæði á Akureyri voru staðsett efst á listanum meðan að flest verkstæði á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Ísafirði voru neðst. Höldur var með ódýrasta verðið á Akureyri en þar kostar umfelgun 9.045 kr. Dekkjasala Akureyrar fylgir þar fast á eftir með umfelgun á 9.200 kr.

Okkur hjá Kaffinu fannst þetta vera ótrúlegar niðurstöður og ákváðum því að gera okkar eigin smávægilegu símakönnun. Þá spurðumst við fyrir um það sama og FÍB, umfelgun á 16″ álfelgum og fengum eftirfarandi niðurstöður:

Dekkjahöllin – 10.400 kr.  
Dekkjasala Akureyrar – 9200 kr.
Höldur – 9045 kr.
Bílatorgið – 8780 kr.

Það er einstaklega athugavert að umfelgun Dekkjahallarinnar sé búin að hækka síðan 18.október en þó virðist sem umfelganir annarsstaðar hafi haldið sér, þó vantaði Bílatorgið inn í verðkönnun FÍB.

Nú þurfa flestir að bifreiðaeigendur að umfelga tvisvar á ári, vetur og sumar. Kostnaðurinn sem þvi fylgir nemur því um 12-13 þúsund á ári fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu eða Ísafirði en 18-20 þúsund fyrir Akureyringa.
Eftir standa spurningar um það í hverju þessi verðmunur sé fólginn. Ætli það sé erfiðara að umfelga fyrir norðan en sunnan?

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó