92% Akureyringa ánægðir með sveitarfélagið

92% Akureyringa ánægðir með sveitarfélagið

Ánægja Akureyringa með þjónustu sveitarfélagsins eykst milli ára í 11 af 13 þjónustuþáttum í könnun sem Gallup tók. Í hinum 2 af 13 þáttunum er ánægjan jöfn frá árinu á undan. 92% íbúa á Akureyri eru samkvæmt könnuninni ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á.

Mikil ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar

Flestir voru ánægðastir með sveitarfélagið í heild sem stað til að búa á en einnig var mikil ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar, eða 85% svarenda sögðust ánægðir með aðstöðuna. Þar á eftir kom þjónusta í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu.

Minnst ánægja með skipulagsmál

Minnst var ánægjan, 37%, með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu. En einnig mátti sjá nokkuð glöggt ákall íbúa með þjónustu við barnafólk og þjónustu leikskóla.

Ofarlega í umhverfismálum

Sveitarfélagið þykir standa ofarlega í umhverfismálum ef marka má könnunina, en sveitarfélagið var í efstu þremur sætunum í öllum þeim spurningum sem lagðar voru fyrir íbúa þeirra 19 sveitarfélaga sem tóku þátt í könnuninni og í fyrsta sæti þegar spurt er um hvernig sveitarfélagið stuðli að umhverfisvænum samgöngum.

Niðurstöður má skoða hér:

Þjónusta sveitarfélaga 2018 – Akureyri (pdf)

Þjónusta sveitarfélaga 2018 – Umhverfismál – Akureyri (pdf)

Könnunin fór fram 7. nóvember 2018 – 2. janúar 2019 á meðal íbúa 19 stærstu sveitarfélaga landsins.

UMMÆLI