Þórsarar færðu FF Múrbrjótum gjöf

Gísli Páll og Ingi Freyr leikmenn Þórs færðu FF Múrbrjótum búnaðinn

Meistaraflokkur karla hjá Þór færði FF Múrbjótum, knattspyrnuliði ætluðu fólki sem á eða hefur átt við geðræn vandamál að stríða, stóran poka fullan af knattspyrnubúnaði. Í pokanum voru meðal annars notaðir takkaskór, legghlífar, markmannshanskar ásamt fleiru sem liðsmenn höfðu safnað saman.

Gjöfin kemur FF Múrbrjótum vel, segir á Facebook síðu félagsins en Björk Nóadóttir, annar þjálfari liðsins, segir þau heppin með félögin í kringum sig, þar sem KA styrki þau um vallarsvæði og Þór um búnað.

Sjá einnig:

Fótbolti án fordóma á Akureyri

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó