NTC netdagar

Fótbolti án fordóma á Akureyri

Í sumar verður boðið upp á fótbolta fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Þetta er annað árið í röð sem boðið verður upp á slíkar æfingar. Björk Nóadóttir og Haukur Snær Baldursson munu þjálfa hópinn.

Æfingar verða á gervigrasvellinum hjá KA-heimilinu kl.19:00 á miðvikudögum. Fyrsta æfing er á miðvikudaginn, 31. maí. Æfingarnar eru öllum að kostnaðarlausu.

Í tilkynningu frá þjálfurunum segir:

„Markmiðið er að hafa gaman, bæta heilsu, virkja fólk félagslega og draga úr fordómum.
Fótbolti er fyrir alla og eru allir þeir sem tengjast geð- eða velferðarsviðinu velkomnir. Engar kröfur eru um þátttöku og eru þeir sem ekki treysta sér inn á völlinn hvattir til að koma og horfa á og vera með í stemmingunni.“

UMMÆLI

Sambíó