Engin smit í leikskólanum á HúsavíkMynd: VisitHúsavík

Engin smit í leikskólanum á Húsavík

Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík er alveg opinn í dag en í gær var einni deild á skólanum lokað á meðan beðið var eftir niðurstöðum úr skimun hjá einu barni. Niðurstaða úr skimuninni barst í gær og var hún neikvæð. Frá þessu er greint á Vikublaðið.is.

Á vef Vikublaðsins segir að foreldrar barna á leikskólanum hafi fengið tölvupóst þess efnis og skólinn verði opinn í venju samkvæmt í dag. Áfram verði unnið með sóttvarnahólf í leikskólanum og umgangur milli deilda takmarkaður.

Sjá einnig: Loka deild á leikskóla á Húsavík á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr skimun


UMMÆLI