Erfiðasta við starf bæjarstjóra eru samskiptin við ríkið

Erfiðasta við starf bæjarstjóra eru samskiptin við ríkið

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir það erfiðasta við starf hennar vera samskipti við ríkið. Ásthildur sem hefur samtals starfað sem bæjarstjóri í 12 ár, bæði á Akureyri og í Vesturbyggð, segir að það skipti engu máli hver er í brúnni eða hvaða pólitísku flokkar eru við stjórnvölin, það þurfi að laga samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Ásthildur var gestur í hlaðvarpinu Dagmál og ræddi við þá Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson.

„Það erfiðasta í mínu starfi eru sam­skipt­in við ríkið því miður. Það er eitt­hvað sem þarf að laga, það eru sam­skipti rík­is og sveit­ar­fé­laga.Það er vönt­un á að taka ákv­arðanir. Það þarf að klára að taka ákv­arðanir. Sum mál eru bara mjög flók­in, með flókna sögu, flók­inn bak­grunn. Og það eru alltaf ein­hverj­ir sem þekkja sög­una aft­ur til 1918 og þá voru hlut­irn­ir svona eða hinseg­inn og það má ekki hvika af leið,“ segir Ásthildur.

Ásthildur ræddi einnig kjörtímabilið sem er að ljúka, helstu áskoranir við stjórn bæjarins sem framundan eru og þau tækifæri sem hún eygir fyrir Akureyringa og Eyfirðinga.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum:

Sambíó

UMMÆLI