Gerður Sigtryggsdóttir nýr sveitarstjóri í Þingeyjarsveit

Gerður Sigtryggsdóttir nýr sveitarstjóri í Þingeyjarsveit

Gerður Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin sem sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Gerður tekur við af Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sem hefur lokið störfum.

Í tilkynningu á vef Þingeyjarsveitar er fráfarandi sveitarstjóra þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskað farsældar í lífi og starfi í framtíð.

Gerður tekur strax við starfinu með formlegum hætti og mun leiða starfsemi sveitarfélagsins til loka kjörtímabils.

COMMENTS